Fara í efni  

Útbreiddur misskilningur ađ rafvirkjun sé karla- frekar en kvennastarf

Útbreiddur misskilningur ađ rafvirkjun sé karla- frekar en kvennastarf
Freyja Ţorfinnsdóttir, rafvirki hjá Norđurorku.

“Ţađ var hárrétt ákvörđun hjá mér ađ lćra rafvirkjun og mér líkar ţessi vinna mjög vel. Ţađ er útbreiddur misskilningur ađ rafvirkjun sé karla- frekar en kvennastarf. Fyrst og fremst er ţetta fjölbreytt starf sem hentar öllum, bćđi körlum og konum,” segir Freyja Ţorfinnsdóttir, 34 ára rafvirki hjá orku- og veitufyrirtćkinu Norđurorku á Akureyri. Hún hefur starfađ ţar í um fimm ár, er ein af átta rafvirkjum hjá Norđurorku, raunar eina konan. “Mér líkar afskaplega vel ađ vinna međ strákunum,” bćtir hún viđ.

Áhugasviđsprófiđ breytti öllu
Á sínum tíma var rafvirkjun ekki efst í huga Freyju sem framtíđarstarf. Eftir tíunda bekk í Hafnarfirđi segist hún alls ekki hafa vitađ hvert hugurinn stefndi og ţví ákveđiđ ađ fara út á vinnumarkađinn. Fyrst starfađi hún um tíma á Hrafnistu en fékk síđan ráđningu hjá Símanum ţar sem hún gerđist ađstođarmađur tengjara.  “Vinnan hjá Símanum vakti áhuga minn og ég velti ţá fyrir mér ađ lćra eitthvađ tengt henni,” rifjar Freyja upp. Hún flutti austur á land, fór í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstađ, ţar sem hún fór í áhugasviđspróf sem leiddi í ljós ađ rafvirkjun gćti hentađ henni vel. Freyja innritađi sig ţví í rafvirkjun í Neskaupstađ og var ţar í nokkra mánuđi en flutti síđan til Akureyrar og hélt áfram í grunndeild rafiđnađar í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ákvađ síđan ađ henni lokinni – ţegar valiđ stóđ um ađ fara í rafvirkjun eđa rafeindavirkjun – ađ fara í rafvirkjunina og henni lauk hún áriđ 2010. Fyrstu sporin á vinnumarkađnum tók hún hjá fyrirtćki á Siglufirđi en fékk síđan ráđningu hjá Norđurorku og líkar vinnan ţar afar vel.

Ţurfum fleiri konur í rafvirkjun!
“Ţađ eru allt of fáar konur í rafvirkjun og ég á erfitt međ ađ skilja af hverju fleiri konur fara ekki í ţetta nám. Sumir halda ađ ţessari vinnu fylgi mikill óţrifnađur en ţađ er mesti misskilningur. Fyrst og fremst er ţetta nákvćmnis handavinna og konur eru ekkert síđur fćrar um hana en karlar. Ég er stolt af ţví ađ hafa fariđ ţessa leiđ og sjö og tíu ára dćtrum mínum finnst ekki ónýtt ađ geta sagt frá ţví ađ mamma ţeirra sé rafvirki,” segir Freyja Ţorfinnsdóttir.

(Ţessi grein birtist fyrst í blađinu 20/20 sem var gefiđ út fyrr í ţessum mánuđi af iđn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Nafn blađsins vísar til ţess sameiginlega markmiđs skólanna ađ frá og međ árinu 2020 skrái 20% grunnskólanemenda á Íslandi sig í iđn- og verknám).


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00