Fara í efni

Urður Snædal þjálfar Gettu betur lið VMA

Urður Snædal.
Urður Snædal.

Urður Snædal hefur verið ráðin til þess að þjálfa Gettu betur lið VMA í vetur og mun sú vinna fara í gang fyrripart október.

Urður var í fyrra fengin með skömmum fyrirvara til þess að þjálfa keppnislið VMA í Gettu betur en nú gefst mun lengri tími til þess að undirbúa keppnislið skólans.

Nú þegar hefur verið auglýst eftir þátttakendum til þess að taka þekkingarpróf vegna mögulegrar þátttöku í keppnisliði VMA í Gettu betur. Þetta próf verður Þann 8. október nk.  Áhugasamir nemendur eru hvattir til þess að gefa sig fram og hafa samband við stjórn Þórdunu.