Fara í efni  

Urður Snædal þjálfar Gettu betur lið VMA

Urður Snædal þjálfar Gettu betur lið VMA
Urður Snædal.

Urður Snædal hefur verið ráðin til þess að þjálfa Gettu betur lið VMA í vetur og mun sú vinna fara í gang fyrripart október.

Urður var í fyrra fengin með skömmum fyrirvara til þess að þjálfa keppnislið VMA í Gettu betur en nú gefst mun lengri tími til þess að undirbúa keppnislið skólans.

Nú þegar hefur verið auglýst eftir þátttakendum til þess að taka þekkingarpróf vegna mögulegrar þátttöku í keppnisliði VMA í Gettu betur. Þetta próf verður Þann 8. október nk.  Áhugasamir nemendur eru hvattir til þess að gefa sig fram og hafa samband við stjórn Þórdunu.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.