Fara í efni  

Ísland heillar - lćrđi íslensku á netinu

Ísland heillar - lćrđi íslensku á netinu
Gamithra Marga.

Um áramótin hóf nám í VMA 17 ára stúlka frá Eistlandi, Gamithra Marga, sem ekki er í frásögur fćrandi nema fyrir ţađ ađ áđur en hún hóf nám sitt í skólanum hafđi hún upp á sitt eindćmi – međ ţví ađ finna allt sem hún gat fundiđ á netinu sér til hálpar - lćrt ţađ mikiđ í íslensku ađ hún skilur bróđurpartinn af ţví sem viđ hana er sagt. Hún á lengra í land međ talmáliđ en ţađ kemur smám saman og sömuleiđis málfrćđin.

„Ég hef veriđ afar upptekin af Íslandi í mörg ár. Ég minnist ţess ađ í október 2012 las ég mikiđ um Ísland og fór ađ hlusta á íslenska tónlist,“ sagđi Gamithra og síđan hefur hún í tvígang komiđ til Íslands, í seinna skiptiđ ferđađist hún bakpokaferđalagi um landiđ í ágúst í fyrra og í kjölfariđ ákvađ hún ađ setjast á skólabekk hér. VMA varđ fyrir valinu vegna ţess ađ hún fékk húsaskjól á Akureyri og einnig höfđar skólinn mjög til hennar vegna ţess ađ hann býđur upp á fjölbreyttar námsleiđir. Ţađ er nákvćmlega ţađ sem Gamithra segir ađ henti sér vel, í Eistlandi séu framhaldsskólarnir sérhćfđari en í áfangakerfisskólum eins og VMA hafi hún möguleika ađ taka áfanga á ólíkum námsbrautum og ţađ höfđi mjög til sín. „Ég er mjög ánćgđ í skólanum og reyni ađ nýta tíma minn eins vel og ég mögulega get,“ segir Gamithra en foreldrar hennar og tólf ára bróđir búa í höfuđborginni Tallinn í Eistlandi. Áđur en Gamithra hóf nám í VMA bjó hún reyndar ekki ţar, ţess í stađ var hún í skóla í Tartu, nćst stćrstu borg landsins.
„Náttúran hér heillar mig og ekki síđur fólkiđ,“ segir Gamithra og vonast til ţess ađ geta lokiđ stúdentsprófi úr VMA.
Sem fyrr segir hefur Gamithra breitt áhugasviđ. Forritun er eitt af ţví sem höfđar mjög til hennar og fyrr í ţessum mánuđi tók hún ţátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna međ tveimur nemendum úr Menntaskólanum á Akureyri og lenti sameiginlegt liđ skólanna í öđru sćti í keppninni, sem verđur ađ teljast afbragđs árangur. Keppnin fór bćđi fram í Háskólanum í Reykjavík og í Háskólanum á Akureyri og var ţessi mynd tekin í HA. Gamithra situr fyrir miđri mynd. Hún tók einnig ţátt í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í forritun en endanlegar niđurstöđur liggja ekki fyrir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00