Fara í efni

Upplýsingar vegna útskriftar 20. desember 2022

Verkmenntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri

Nú styttist í desember útskrift Verkmenntaskólans á Akureyri 2022. Til að allt fari fram eins og til er ætlast þá verður æfing í Hofi mánudaginn 19. desember kl. 12. Nemendur mæta beint inn í Hamraborg, stóra salinn í Hofi. Æfingin tekur um það bil hálftíma.

Útskriftin fer fram þriðjudaginn 20. desember kl 16. Útskriftarnemendur mæta í Hof ekki seinna en kl. 15.40 og mæta upp á 2. hæð. 

Opnað verður inn i Hamraborg fyrir gesti um kl. 15.40. Ekki eru númeruð sæti en gestir þurfa að sýna miða við innganginn. 

Nánari upplýsingar má nálgast í tölvupósti sem skólameistari sendi útskriftarnemendum og jafnframt er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu skólans, hægt er að senda póst á vma@vma.is 

Hlakka til dagsins með ykkur. 

Sigríður Huld, skólameistari VMA