Fara í efni

Upplýsingar vegna verkfalls framhaldsskólakennara

Í ljósi þess að verkfall framhaldsskólakennara sem var boðað frá og með 17. mars er nú komið til framkvæmda vilja skólastjórnendur koma eftirfarandi upplýsingum til nemenda og forráðamanna þeirra.

Í ljósi þess að verkfall framhaldsskólakennara sem var boðað frá og með 17. mars er nú komið til framkvæmda vilja skólastjórnendur koma eftirfarandi upplýsingum til nemenda og forráðamanna þeirra. Sjá nánar hér. Helstu punktar sem koma fram í skjalinu:

  • Skólinn er opinn, þ.e. skrifstofa, bókasafn, kennslustofur í C-álmu og Gryfjan. Allar verklegar stofur eru lokaðar. 
  • Skólameistari er ekki í verkfalli og er á staðnum ásamt þjónustuliðum, stuðningsfulltrúum og starfsfólki skrifstofu.
  • Stundakennarar kenna í verkfalli - sjá nánar í skjalinu hvaða kennarar það eru. 
  • Kennarar svara ekki tölvupósti ef til verkfalls kemur.
  • Heimavistin og mötuneyti heimavistar verður opin.

Skólastjórnendur hvetja nemendur til að halda sínu striki eins og mögulegt er. Nemendur þurfa að fylgjast vel með fréttum af gangi samningaviðræðna. Allar upplýsingar verða birtar á heimasíðu VMA um leið og þær berast.

Skólameistari