Fara í efni

Upphaf haustannar og breytingar á skólastarfi í VMA

Senn líður að upphafi skólastarfs í VMA skólaárið 2011-2012. Nemendur sækja stundatöflur sínar í skólann föstudaginn 19. ágúst en nánari upplýsingar um tímasetningar brauta verða birtar á heimasíðu skólans er nær dregur. Mikilvægt er að nemendur sæki stundatöflur sínar. Mikil aðsókn er að skólanum og fengu færri nemendur inngöngu í skólann en sóttu um.Senn líður að upphafi skólastarfs í VMA skólaárið 2011-2012. Nemendur sækja stundatöflur sínar í skólann föstudaginn 19. ágúst en nánari upplýsingar um tímasetningar brauta verða birtar á heimasíðu skólans er nær dregur. Mikilvægt er að nemendur sæki stundatöflur sínar. Mikil aðsókn er að skólanum og fengu færri nemendur inngöngu í skólann en sóttu um.

Nýnemar (nemendur sem luku grunnskóla í vor) mæta á fund í Gryfju með stjórnendum og umsjónarkennurum sínum mánudaginn 22. ágúst kl. 8.30 og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá kl. 9.55. Nemendur sem hafa ekki áður verið í VMA eða eru að hefja nám eftir nokkurra ára hlé mæta einnig á fund með námsráðgjöfum og stjórnendum mánudaginn 22. ágúst kl 8.30 í Gryfjunni. Mikilvægt er að nemendur komi á þessa fundi til að fá ýmsar praktískar upplýsingar um skólastarfið.

VMA er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli ásamt flestum framhaldsskólum landsins. Á hverju skólaári verður tekið fyrir ákveðnir þættir er lúta að heilbrigði og heilbrigðishvatningu nemenda og starfsmanna en á þessu skólaári verður næring tekin sérstaklega fyrir. Markmiðið með verkefninu er að gera nemendur meðvitaðri um heilbrigða lífshætti og gera þá ábyrgari í því að taka ábyrgð á eigin heilbrigði. Vinnuhópur um verkefnið í VMA hefur unnið að því ásamt Lostæti sem er rekstraraðili mötuneytis skólans, að gera þær breytingar sem þarf í sambandi við næringu sem boðið er upp á innan veggja skólans. Einnig hefur nemendafélag skólans fundað með stjórnendum og vinnuhópnum um þær breytingar sem verða í kjölfar þess að skólinn hefur ákveðið að vera heilsueflandi framhaldsskóli.
Helstu breytingar eru þær að í skólanum verður ekki lengur í boði að kaupa m.a. sælgæti, djúpsteiktan mat, sykraða gosdrykki og sætabrauð. Þá mun skólinn  greiða niður hafragraut fyrir nemendur á morgnanna og ýmsar nýjungar verða í boði í mötuneytinu. Nánari kynning á vöruúrvali mötuneytis verður í upphafi skólans. 

Breytingar í stjórnendahópi skólans

Á þessu skólaári verður Hjalti Jón Sveinsson skólameistari í námsleyfi. Sigríður Huld Jónsdóttir sem hefur verið aðstoðarskólameistari sl. fimm ár mun leysa Hjalta Jón af. Þá hefur Benedikt Barðason sem verið hefur áfangastjóra tekið við stöðu aðstoðarskólameistara til eins árs. Í stað Benedikts hefur Sigurður Hlynur Sigurðsson enskukennari tekið við áfangastjórastöðu Benedikts.

Skólameistari óskar nemendum og starfsfólki velfarnaðar á komandi önn.