Fara í efni

Ungt fólk á norðurslóðum

Skemmtilegt verkefni fyrir ungan íbúa í landi á norðurslóðum! Nú er bara að setjast niður og skrifa um reynslu sína..... Skemmtilegt verkefni fyrir ungan íbúa í landi á norðurslóðum!

Nú er bara að setjast niður og skrifa um reynslu sína..... Sendiráð Kanada í norðurslóðalöndum bjóða ungum íbúum landanna að koma með framlag
á nýja vefsíðu, North3 http://www.ookpik.org/north3/ .

Þeir sem hafa áhuga á þessu eru beðnir um lýsingu á reynslu sinni sem íbúi á norðurslóðum, og gera öðrum þannig kleift að skilja einstæðar aðstæður þeirra.
Þessi vefsíða safnar áliti ungs fólks í öllum norðurslóðalöndum á ensku, frönsku, rússnesku, finnsku, sænsku, norsku, íslensku og grænlensku. Úrval svara verður síðan birt á vefsíðunni og reynslu ungs fólks á norðurslóðum þannig komið á framfæri.