Fara í efni

Ungskáld - síðasti skiladagur er 6. nóvember

Síðasti skiladagur ritverka er 6. nóvember nk.
Síðasti skiladagur ritverka er 6. nóvember nk.

Nú stendur yfir ritlistarsamkeppni ungs fólks á Norðurlandi eystra sem ber nafnið „Ungskáld“ og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Slík samkeppni hefur verið haldin undanfarin ár með góðum árangri og út úr henni hafa komið prýðilega vel unnar sögur og ljóð.

Ungskáld sem gengur út á að hvetja ungmenni á Norðurlandi eystra – starfssvæði Eyþings – samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum -  á aldrinum 16-25 ára til að skrifa og gefst þátttakendum kostur á að senda inn texta sem farið er yfir af dómnefnd. Hana skipa að þessu sinni: Sesselía Ólafsdóttir, Vilhjálmur B. Bragason og Þórgunnur Oddsdóttir.

Þrjú bestu verkin fá peningaverðlaun. Síðasti dagur til að skila inn verkum er mánudagurinn 6. nóvember og er verkunum skilað í netfangið ungskald@akureyri.is

Ungskáld er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmennahússins í Rósenborg, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Laugum og Framhaldsskólans á Húsavík