Fara í efni  

Ungir frumkvöđlar stofna fyrirtćki

Ungir frumkvöđlar stofna fyrirtćki
Nemendur í fyrirtćkjasmiđjunni í VMA.
Núna á vorönn hefur Hilmar Friđjónsson kennt fyrirtćkjaáfanga eđa fyrirtćkjasmiđju, sem er angi af landsverkefninu „Ungir frumkvöđlar“. Nemendur í áfanganum fá innsýn í fyrirtćkjarekstur og spreyta sig á stofnun fyrirtćkja og ţróun vöru á markađ.

Núna á vorönn hefur Hilmar Friðjónsson kennt fyrirtækjaáfanga eða fyrirtækjasmiðju, sem er angi af landsverkefninu „Ungir frumkvöðlar“. Nemendur í áfanganum  fá innsýn í fyrirtækjarekstur og spreyta sig á stofnun fyrirtækja og þróun vöru á markað.

Hópnum er skipt upp í þrjá hópa og hver hópur vinnur með sína fyrirtækjahugmynd.   Eitt fyritækið framleiðir boli með orðagríni, fyrirtæki annars hópsins vinnur að framleiðslu á kanelsykri og þriðji hópurinn kallar hugmynd sína „Hrekk“, sem gengur út á að efla áhuga ungu kynslóðarinnar á lestri.  Nemendur á listnámsbraut VMA hafa bæði lagt lið fyrirtækinu sem framleiðir bolina og einnig „Hrekki“.

Slík fyrirtækjasmiðja er „keyrð“ í nokkrum framhaldsskólum og er heildarfjöldi fyrirtækja um 40 talsins. Grunnhugmyndin að baki áfanganum er að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendurnir þróa viðskiptahugmynd og  undirbúa stofnun sinna fyrirtækja. Stofnun fyrirtækjanna er fjármögnuð með sölu hlutabréfa og unnin viðskiptaáætlun. Síðan er fyrirtækinu ýtt úr vör. Áhersla er lögð á að allt er lýtur að fyrirtækinu sé eins raunverulegt og kostur er.

Það kom greinilega fram hjá krökkunum í fyrirtækjasmiðjunni að þeim fannst flóknara og stærra mál að stofna fyrirtæki en þau hafi búist við. En öll þessi vinna hafi verið fyrirhafnarinnar virði, verkefnið hafi verið bæði gagnlegt og áhugavert.  Krakkarnir vildu koma því á framfæri að þau fyrirtæki sem þau hafi þurft að leita til með ýmsa aðstoð hafi verið þeim afskaplega hjálpleg og fyrir það vildu þau þakka.

Dagana 8. – 10. mars sl. var svokölluð fyrirtækjamessa í Smáralind þar sem nemendur skóla af suðvesturhorninu kynntu  verkefni sín. Til stóð að VMA-krakkarnir yrðu þar, en vegna veðurs og slæmrar ferðar varð ekkert af því.  Mögulega verða verkefni skólanna hér á Akureyri – VMA og MA – kynnt saman hér á Akureyri í apríl, en það skýrist síðar.

Á eftirfarandi hlekk er að finna myndir af hinum ungu og upprennandi frumkvöðlum í VMA.  Myndirnar tók kennari þeirra, Hilmar Friðjónsson.

https://plus.google.com/photos/115806405064920744423/albums/5856676275405149937?banner=pwa 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00