Fara í efni

Ung skáld Ak 2014: Síðasti skiladagur er 1. nóvember

Eins og á síðasta ári er nú efnt til samkeppni meðal ungskálda á Akureyri um besta ritaða textann – hvort sem er ljóð, sögur eða leikrit. Rétt til þátttöku hafa ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára og er skilafrestur á efni út þennan mánuð – til 1. nóvember – og skal skila hugverkunum á rafrænu formi á ungskald@akureyri.is auk upplýsinga um viðkomandi höfund. Ef frekari upplýsinga er þörf skal senda fyrirspurnir á sama netfang.

UNG SKÁLD AK 2014 er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Amtsbókasafnsins, Hússins - upplýsinga- og menningarmiðstöðvar, Verkmenntaskólans á Akureyri , Menntaskólans á Akureyri og Háskólans á Akureyri og er verkefnið styrkt af Menningarráði Eyþings.

Á sl. hausti bárust 39 verk í samkeppnina og voru nemendur úr VMA í þremur efstu sætunum; Agnes Ársælsdóttir átti besta handritið að mati dómnefndar, Kristófer Páll Viðarsson lenti í öðru sæti og Embla Orradóttir í því þriðja.

Og þá er ekki eftir neinu að bíða með að setjast við skriftir!