Fara í efni

Umsóknarfrestur um fjarnám til 28. ágúst

Kennsla í fjarnámi VMA hefst 4. september nk. en umsóknarfrestur er til 28. ágúst.
Kennsla í fjarnámi VMA hefst 4. september nk. en umsóknarfrestur er til 28. ágúst.

Sem fyrr er VMA ekki einungis með dagskóla heldur er fjarnám einnig í boði. Kennsla hófst samkvæmt stundaskrá í dagskólanum sl. föstudag en kennsla í fjarnámi hefst mánudaginn 4. september nk. Það skal undirstrikað að umsóknarfrestur um fjarnámsáfanga er til 28. ágúst og því er um að gera að bíða ekki með að skrá sig í námið. Tekið skal fram að nú þegar er fullt í meistaraskólann og raunar var fullt í hann strax í júní sl. Ásóknin í meistaraskólann er jafnan mikil og núna á haustönn stunda nám við hann á annað hundrað nemendur af öllu landinu.

Hér er skrá yfir þá áfanga sem eru í boði núna á haustönn.

Fjarnámið verður með hefðbundnum hætti en þó er sú nýjung að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á félagsliðanám á þriðja þrepi. Uppsetning þessa náms er ávöxtur samstarfs VMA og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar en SÍMEY býður upp á svokallaða Félagsliðagátt sem er fjórar af sex önnum í námi félagsliða.