Fara í efni

Umsóknarfrestur til 1. nóvember um næstu sveinspróf í byggingagreinum

Næstu sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum verða í janúar 2026. Þeir sem stefna á þau próf þu…
Næstu sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum verða í janúar 2026. Þeir sem stefna á þau próf þurfa að hafa hraðar hendur því frestur til að sækja um er til 1. nóvember nk.

Iðan fræðslusetur vill vekja athygli á því að annan laugardag, 1. nóvember, rennur út frestur til að sækja um sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum – húsasmíði, pípulögnum og málaraiðn – vegna sveinsprófa í janúar 2026. Ekki verður tekið við umsóknum vegna þessara sveinsprófa í janúar eftir 1. nóvember.

Sama dag rennur út umsóknarfrestur um sveinspróf í bakariðn og matreiðslu sem einnig verða í janúar 2026. Umsóknarfrestur um sveinspróf í vélvirkjun í febrúar 2026 er til 15. desember og umsóknarfrestur í sveinspróf í hársnyrtiiðn og bifvélavirkjun, sem verða í febrúar-mars 2026, er til 5. janúar 2006.

Umsóknir eru sendar inn rafrænt í gegnum heimasíðu Iðunar – www.idan.is en þar er að finna allar upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að geta sótt um sveinspróf. 

Hér eru gagnlegar upplýsingar um sveinspróf í hinum ýmsu iðngreinum.