Fara í efni

Tvö gull og eitt silfur til VMA í Flensborgarhlaupinu

Með gull og silfur. Anna Berglind, Adele og Helgi.
Með gull og silfur. Anna Berglind, Adele og Helgi.

Fríður flokkur nemenda og kennara frá VMA hélt suður yfir heiðar í gærmorgun og tók þátt í árlegu Flensborgarhlaupi í Hafnarfirði síðdegis í gær. Það er orðinn árviss viðburður að efnt sé til hópferðar suður til þess að taka þátt í hlaupinu og að þessu sinni tóku 26 fulltrúar VMA þátt í hlaupinu. Hópurinn fór suður í rútu og undir stýri var Hildur Salína Ævarsdóttir, kennari í hársnyrtiiðn, rútubílstjóri og leiðsögumaður!

Þátttaka í hlaupinu var liður í lýðheilsuviku í VMA þessa viku. Hópurinn gisti í Flensborgarskóla í nótt og er væntanlegur norður í dag.

Þrjár vegalengdir voru í boði; 3, 5 og 10 km. Anna Berglind Pálmadóttir, enskukennari í VMA, vann til gullverðlauna í kvennaflokki í 10 km, Helgi Már Kjartansson sigraði 10 km í flokki 17 ára og yngri og Adele Galegue varð í öðru sæti í 10 km í flokki 17 ára og yngri.

Hér má sjá tíma allra þátttakenda í Flensborgarhlaupinu 2019.

Valgerður Dögg Jónsdóttir kennari var með myndavélina á lofti í Hafnarfirði og tók þessar myndir.