Fara í efni  

Tveir VMA-nemar fengu viđurkenningar fyrir góđan árangur á sveinsprófum

Tveir VMA-nemar fengu viđurkenningar fyrir góđan árangur á sveinsprófum
Helga Ađalbjörg međ viđurkenningu sína.

Tveir nemendur úr VMA fengu viđurkenningar á Nýsveinahátíđ Iđnađarmannafélagsins í Reykjavík sl. laugardag fyrir góđan árangur á sveinsprófum. Annars vegar Almar Dađi Björnsson í rafeindavirkjun og hins vegar Helga Ađalbjörg Bjarnadóttir í blikksmíđi.

Nýsveinahátíđin var haldin í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur. Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson, sem jafnframt er verndari hátíđarinnar, flutti ávarp, ţađ gerđu einnig Páll Magnússon, ráđuneytisstjóri, og Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

Ađ ţessu sinni fengu 23 nýsveinar viđurkenningu fyrir góđan námsárangur á sveinsprófum og 14 nýsveinar fengu ađ auki sérstök verđlaun skóla og styrktarađila tengd áframhaldandi námi ţeirra. Hér má sjá skrá yfir nýsveinana sem fengu viđurkenningar í ár og síđustu ár.

Hjónin Jófríđur Benediktsdóttir og Hafliđi Már Ađalsteinsson voru heiđruđ fyrir áratuga handverk og menntunarţátt ţeirra.

Almar Dađi Björnsson lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun undir lok síđasta árs. Meistari hans er Ari Baldursson. Almar Dađi starfar á tölvudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Á ţessari mynd er Almar Dađi međ Halldóri Ţ. Haraldssyni, formanni Iđnađarmannafélagsins í Reykjavík (lengst til vinstri), Ara Baldurssyni og Guđna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Helga Ađalbjörg Bjarnadóttir lauk sveinsprófi í blikksmíđi um mitt síđasta ár. Meistari hennar er Benedikt Geir Ármannsson, sem rekur blikksmíđafyrirtćkiđ Benni blikk á Akureyri. Helga Ađalbjörg hefur undanfarin ţrjú ár starfađ hjá ţví fyrirtćki. Á ţessari mynd er Helga Ađalbjörg međ Halldóri Ţ. Haraldssyni, formanni Iđnađarmannafélagsins í Reykjavík, Benedikt Geir Ármannssyni og Guđni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Hér má sjá fleiri myndir frá Nýsveinahátíđ Iđnađarmannafélagsins í Reykjavík.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00