Fara í efni

Tveir Íslandsmeistaratitlar í hús!

Íslandsmeistari 2023 í málmsmíði - Hafþór Karl.
Íslandsmeistari 2023 í málmsmíði - Hafþór Karl.

Í dag lauk „Mín framtíð 2023‟ - Íslandsmóti iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu. VMA var með kynningarbás og skólinn átti fulltrúa í Íslandsmótinu í rafvirkjun, rafeindavirkjun, hársnyrtiiðn og málmsuðu. Fulltrúar VMA stóðu sig allir frábærlega vel en hæst báru Íslandsmeistaratitill Irenu Fannar Clemmensen í einstaklingskeppni í hársnyrtiiðn í flokki sveina og meistara og Íslandsmeistaratitill Hafþórs Karls Barkarsonar í málmsuðu. Þá vann Kormákur Rögnvaldsson til silfurverðlauna í fantasíugreiðslu. Þar var þemað hörmungar og Kormákur túlkaði húsbruna í sinni greiðslu.

Irena Fönn Clemmensen brautskráðist frá VMA árið 2020 og starfar nú á hársnyrstistofunni Adell á Akureyri.

Í málsuðu voru tíu þátttakendur, þar af tveir frá VMA, Hafþór Karl og Anton Karl Kristjánsson sem varð í fjórða sæti. Verkefnið fólst í því að keppendur suðu saman ýmsa málmhluti eftir kúnstarinnar reglum og þurfti að beita flestum suðuaðferðum. Stykkin voru síðan metin af dómnefnd og hún mat það svo að Hafþór Karl Barkarson hefði í heildina skilað bestu verki - og því vann hann til Íslandsmeistaratitils.

Hér eru myndir sem VMA-fólk tók í Laugardalshöllinni á „Mín framtíð 2023‟.