Fara í efni

Troðfullt á fyrirlestri

Sigurður Þorri með tilheyrendum sínum í dag.
Sigurður Þorri með tilheyrendum sínum í dag.

Jafnréttis- og mannréttindavikan í VMA fór heldur betur vel af stað í dag. Nemendafélagið Þórduna gaf nemendum kakó og bakkelsi þegar komið var í skólann í morgun og eftir hádegið var Sigurður Þorri Gunnarsson með fyrirlestur sem hann nefndi Vertu þú sjálfur. Ekki þarf að orðlengja það að fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og var Sigurður Þorri í skýjunum með viðtökurnar.

Á fb-síðu sinni í dag segir Sigurður Þorri: "Er í skýjunum eftir vel heppnaðan fyrirlestur á mannréttindaviku VMA (gamla skólanum mínum) fyrir troðfullum sal. Fyrirlesturinn kallast "Vertu þú sjálfur" og fjallar um það hvernig við eigum að vera við sjálf og hvernig það getur bætt líf manns. Ég fór yfir mína sögu og tengdi það við almennar hugleiðingar. Takk VMA fyrir að velja mig!," segir Sigurður Þorri og bætir við að hann hafi áhuga á að halda þennan fyrirlestur víða og auglýsir eftir áhugasömum.