Fara í efni  

Tónlistin er ákveđiđ afdrep

Tónlistin er ákveđiđ afdrep
Örn Smári Jónsson á sviđinu í Hofi. Mynd: Hilmar F

Á Sturtuhausnum – Söngkeppni VMA fyrr í ţessum mánuđi vakti framlag Arnar Smára Jónssonar verđskuldađa athygli. Hann var eini flytjandinn sem flutti frumsamiđ lag í keppninni. Lagiđ nefndi hann „Wait“ og samdi hann ţađ – bćđi lag og texta - í minningu afa síns sem lést sl. sumar.

Örn Smári segir ađ tilviljun ein hafi ráđiđ ţví ađ hann flutti lag sitt međ eigin hljómsveit á sviđinu í Hofi. Nokkrum dögum fyrir keppnina hafi hann hitt ađ máli kunningja sinn, trommarann Val Frey, sem í framhaldinu hafi hóađ í ađra tvo hljóđfćraleikara, Jóel Örn á gítar og Viktor Mána á bassa, og smám saman hafi málin ţróast ţannig ađ ákveđiđ var ađ ţeir ţremenningar myndu flytja lagiđ međ honum í keppninni. Allir eru ţeir nemendur í VMA.

Örn Smári er Húnvetningur, frá bćnum Stóra-Búrfelli. Hann segist lengi hafa haft áhuga á tónlist, á sínum tíma hafi hann lćrt á píanó í Húnavallaskóla og síđar undirstöđuna á gítar og fljótlega eftir ţađ, ţegar hann var í 9. bekk, hafi hann byrjađ ađ leika sér viđ ađ semja stef. Hann segir ađ töluvert sé um tónlistargen í fjölskyldunni, t.d. sé Jón fađir hans í Karlakór Bólstađarhlíđarhrepps sem sigrađi í kórakeppninn á Stöđ 2 nýveriđ.

„Ţađ má kannski orđa ţađ svo ađ tónlistin sé fyrir mig ákveđiđ afdrep. Ég leita í hana ţegar ég ţarf á ţví ađ halda. Stundum fćr gítarinn ađ vera í friđi í marga daga í röđ en síđan gríp ég hann og eitthvađ verđur til. Ég á slatta af lögum sem ég hef svo sem ekkert unniđ frekar međ enda er töluvert dýrt ađ fá tíma í stúdíói. Hins vegar kveikti ţessi samvinna viđ ţá Val Frey, Jóel Örn og Viktar Mána ákveđinn neista hjá mér ađ halda áfram á ţessari braut og niđurstađan verđur sennilega sú ađ viđ munum vinna saman meira efni á nćstu önn og taka upp,“ segir Örn Smári.

Hann er núna í annarlok ađ ljúka grunnnámi listnámsbrautar og eftir áramót fer hann á textílsviđ listnámsbrautar. Brautin hefur veriđ mörkuđ, hann stefnir á fatahönnun. „Ég neita ţví ekki ađ ég hef haft töluverđan áhuga á fötum og tísku en ţegar ég hugsa til baka var ţađ hreinlega ekki tilfelliđ ţegar ég var í áttunda bekk grunnskóla. Ţá var ég venjulegi gaurinn, gekk um í hettupeysu og var í sömu fötunum dögum saman. En ţetta hefur breyst. Ţó svo ađ ég sé sjálfur ekkert upptekinn af ţví ađ klćđa mig upp í nýjustu tísku fylgist ég ágćtlega međ tískustraumunum og set mig inn í ţađ nýjasta í fatahönnun. Mér finnst ţetta mjög áhugavert sviđ og ţví ákvađ ég ađ hella mér í ţetta nám. Fatahönnun og tónlistarsköpun er fín blanda,“ segir Örn Smári Jónsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00