Fara í efni  

Tónelskur vélstjórnarnemi á fullu í félagslífinu

Tónelskur vélstjórnarnemi á fullu í félagslífinu
Valur Freyr Sveinsson.

Valur Freyr Sveinsson er nemandi í vélstjórn í VMA og tónlistaráhugamađur. Hann er einnig eignastjóri í stjórn nemendafélagsins Ţórdunu og í forsvari fyrir Ţrym – tónlistarfélag VMA. Síđstliđiđ vor efndi Ţrymur til tónlistarkvölds í Gryfjunni og ţriđjudaginn 3. desember verđur efnt til jólatónlistarkvölds í Gryfjunni ţar sem, eins og nafniđ gefur til kynna, jólatónlist verđur í öndvegi. Hljómsveitin sem mun spila á tónlistarkvöldinu hefur ţegar veriđ mynduđ og er hún byrjuđ ađ stilla saman strengi. Hún vill fá til liđs viđ sig söngvara sem hafa ţá hugmyndir um jólalög sem ţeir vilja flytja á tónlistarkvöldinu. Búiđ er ađ auglýsa eftir söngvurum – sjá hér.

Valur Freyr, sem spilar á gítar í VMA-bandinu, lítur björtum augum til jólatónleikanna í Gryfjunni og vill hvetja söngvara sem hafa áhuga á ađ vera međ ađ sćkja um ţátttöku sem fyrst.

Jólatónleikarnir verđa einskonar upphitun fyrir Sturtuhausinn ţví ćtlunin er ađ ţessi sama hljómsveit spili undir á Sturtuhausnum – söngkeppni VMA – eftir áramót. Einnig er annađ tónlistarkvöld á dagskránni á síđari hluta vorannar, ekki ósvipađ og tónlistarkvöldiđ sl. vor.

Valur Freyr er Svarfdćlingur, fćddur 1998, og hóf nám í VMA haustiđ 2014. Hann fór í grunndeild málmiđnađar síđan áfram í vélstjórn. „Ég fór í grunndeildina á sínum tíma án ţess ţó ađ vita nákvćmlega hvađ mig langađi til ţess ađ gera í framhaldinu. Ţađ eina sem ég var međ á hreinu var áhugi minn á bílum og vélum og ég var međ bifvélavirkjun í huga. En ţegar ég fór ađ skođa máliđ betur taldi ég ađ starfsmöguleikarnir vćru meiri međ ţví ađ fara í vélstjórn. Ţetta er krefjandi nám en mjög áhugavert. Samkvćmt uppsetningu námsins er ég kominn á fjórđa ár af fimm en núna er ég ekki í fullu námi í skólanum enda er ég einnig ađ vinna í Slippnum sem vélvirkjanemi. Ég vann einnig međ skólanum síđasta vetur og var í fullu starfi sl. sumar. Ég hef ţegar lokiđ vélvirkjanáminu sem hluta af vélstjórnarnáminu og ţegar ég hef lokiđ smiđjutímanum get ég tekiđ sveinspróf í vélvirkjun og ţađ hyggst ég gera og í framhaldinu er planiđ ađ ljúka vélstjórnarnáminu líka,“ segir Valur Freyr.

Sem fyrr segir er Valur tónlistaráhugamađur og spilar á gítar – og einnig hefur hann reyndar gripiđ í trommurnar. Og ekki nóg međ ţađ, hann syngur fyrsta tenór í Karlakór Eyjafjarđar. Hann kann söngnum vel og segir gaman ađ taka ţátt í félagsskap sem ţessum, ţó svo ađ flestir kórfélagarnir séu töluvert mikiđ eldri. „Viđ erum fjórir strákar í kórnum á mínum aldri, ţannig ađ ţetta eru ekki bara gamlir karlar,“ segir Valur og hlćr.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00