Fara í efni

Tölvuleikjamótið gekk vel - myndband

Frábært tölvuleikjamót !
Frábært tölvuleikjamót !
Tölvuleikjamótið helgina 5.-8. okt. gekk vel. Tæknilega séð sá tölvuklúbburinn um öll mál eins og alltaf áður. Engin vandamál komu inn á borð Hilmars umsjónarkennara. Umgjörðin er í mjög föstum skorðum og til fyrirmyndar. Til dæmis hefur gengið vel að fá mætendur til að sofa, þrátt fyrir vökur. Staðgóður morgunmatur á laugardagsmorgni hefur hjálpað mikið til í þeim efnum. Skemmtilegt time-lapse myndband er hér af mótinu.

Tölvuleikjamótið helgina 5.-8. okt. gekk vel.  Tæknilega séð sá tölvuklúbburinn um öll mál eins og alltaf áður.  Engin vandamál komu inn á borð Hilmars umsjónarkennara. Umgjörðin er í mjög föstum skorðum og til fyrirmyndar.  Til dæmis hefur gengið vel að fá mætendur til að sofa, þrátt fyrir vökur.  Staðgóður morgunmatur á laugardagsmorgni hefur hjálpað mikið til í þeim efnum.

Engöngu strákar tóku þátt (rétt um 100 talsins) en stúlkurnar komu þó til að heimsækja þá.  Einstaka mamma kom einnig, bæði til að fylgjast með og til að aðstoða synina í því sem þeir þurftu aðstoð.

Þetta var eins og áður rólegt mót með þægilegu yfirbragði.  Kolla og Hafberg komu svo á sunnudagsmorgun og aðstoðuðu okkur við frágang.  Bestu þakkir fyrir það.

Smá  time-lapse myndband myndband var unnið og er hægt að sjá það hér