Fara í efni

Tölvuleikjahönnun heillar

Kári Hrafn Svavarsson við mynd sína úr MYN 504.
Kári Hrafn Svavarsson við mynd sína úr MYN 504.

Vopnfirðingurinn Kári Hrafn Svavarsson kom á sínum tíma í VMA vegna listnámsbrautarinnar. Þar lá og liggur hans áhugasvið. Hann kemur til með að útskrifast í vor af myndlistarkjörsviði listnámsbrautar.

Á meðfylgjandi mynd er Kári Hrafn við málverkið sem hann gerði í áfanganum MYN 504 á haustönn en það blasir við þegar gengið er inn í VMA um austurinngang skólans. Hann segir að þessi ár í listnáminu hafi verið skemmtileg og lærdómsrík. Hann hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með skemmtilegu fólki og námið hafi verið áhugavert.

„Í framhaldinu stefni ég á tölvuleikjahönnun en það á eftir að koma í ljós hvar ég fer í það nám. Ég hef trú á að sá grunnur sem ég hef fengið hér á listnámsbrautinni eigi eftir að nýtast mér vel í tölvuleikjahönnun,“ segir Kári Hrafn.