Fara í efni

Tökum þátt í átakinu "Hjólum í skólann"!

Í síðustu viku, nánar tiltekið 9. september, hófst átakið „Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni“ og stendur það til 22. september. Markmiðið með átakinu, sem hóf göngu sína árið 2013, er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Nemendur og starfsmenn VMA eru hvattir til þess að skrá sig til leiks á heimasíðunni www.hjolumiskolann.is 

Til þess að skrá sig til leiks þarf að gera eftirfarandi:

1.        Farið er inn á vef „Hjólum í skólann“, www.hjolumiskolann.is 
2.        Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu 
3.        Valin Nýskráning eða skrá inn með Facebook
4.        Stofnaður aðgangur 
5.        Val um að stofna skóla* eða stofna/ganga í lið 
6.        Skráningu lokið

Samhliða keppninni verða tveir leikir í gangi. Skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna, því á hverjum degi er dregið úr þátttakendum sem skráð hafa ferðir og á lokadegi átaksins, þann 22. september nk., verður síðan dregið út reiðhjól frá reiðhjólaversluninni Erninum að verðmæti 100.000 krónur.  Einnig verður myndaleikur í gangi þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að sendu skemmtilegar myndir í gegnum Instagram með #hjólumískolann eða #hjolumiskolann og #BeActive. Í vinning eru 20.000 króna gjafakort frá Valitor, en dregið verður fimm sinnum. Nánari upplýsingar eru á www.hjolumiskolann.is og á síðu Hjólum í skólann; framhaldsskólakeppni á Facebook.  

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna „Hjólum í skólann“ eru: Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Samgöngustofa, Hjólafærni á Íslandi, Samband Íslenskra framhaldsskólanema, Valitor og Örninn.