Fara efni  

Tku tt gngu gegn kynjabundnu ofbeldi

Tku tt  gngu gegn kynjabundnu ofbeldi
Gnguflk vi Akureyrarkirkju.
Sastliinn mnudag, 25. nvember, var efnt til svokallarar Ljsagngu fr Akureyrarkirkju a Rhstorgi. Tilefni var 16 daga tak gegn kynbundnu ofbeldi sem hfst ennan dag og lkur 10. desember, afmlisdegi Mannrttindasttmla Sameinuu janna. Um rjtu manna hpur nemenda og kennara vi VMA tk tt gngunni.

Síðastliðinn mánudag, 25. nóvember, var efnt til svokallaðrar „Ljósagöngu“  frá Akureyrarkirkju að Ráðhústorgi. Tilefnið var 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þennan dag og lýkur 10. desember, á afmælisdegi Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um þrjátíu manna hópur nemenda og kennara við VMA tók þátt í göngunni.

Næsta hálfa mánuðinn rekur hver viðburðurinn annan bæði í Reykjavík og hér á Akureyri. Vert er að minna á að í dag kl. 12:10 verður málstofa í boði Háskólans á Akureyri þar sem Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA, flytur erindið:  "Er munur á stelpum og strákum? Kynferðislegt ofbeldi í æsku, afleiðingar fyrir heilsufar og líðan unglinga".
Á morgun kl. 12:00 verður hádegissamvera í Eymundsson á Akureyri þar sem Bjarni Fritzson, sálfræðingur og handboltakappi les upp úr nýútkominni bók sinni "Strákar" og spjallar við gesti.
Annan föstudag kemur síðan Vigdís Grímsdóttir norður yfir heiðar og les úr nýútkominni bók sinni, „Dísusögu“ fyrir gesti í Eymundsson á Akureyri kl. 12:00.
Laugardaginn 7. desember verður síðan samverustund á Amtsbókasafninu með upplestri og spjalli um styrjaldir og hernað í bókmenntum.  Jafnframt verður ýtt úr vör bréfamaraþoni Amnesty International á Akureyri á Amtsbókasafninu, Bláu könnunni og í Eymundsson.
Liður í þessu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi er birting sextán greina í Fréttablaðinu og að sögn Valgerðar Daggar Jónsdóttur, kennara og félagsmálafulltrúa VMA, verða þar á meðal greinar frá nemendum í VMA.
Í það heila tóku um 140 manns í göngunni sl. mánudag og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri í sambærilegri göngu hér á Akureyri. Hér má sjá margar skemmtilegar myndir sem Hilmar Friðjónsson tók af þátttakendum í göngunni og á Ráðhústorgi.
Í lok göngunnar buðu Sambíóin, Norðurorka og VÍS göngufólki í bíó þar sem sýnd var kvikmyndin Disconnect, sem fjallar um netnotkun, klám og einelti. Áður en myndin var sýnd voru nokkrir nemendur úr tónlistaráfanganum TÓN173 í VMA með tónlistaratriði.

 

 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.