Fara í efni

Töfrar hluta í þriðjudagsfyrirlestri

Nandor Angstenberger.
Nandor Angstenberger.

Í dag, 5. október kl. 17.00-17.40, heldur myndlistarmaðurinn Nandor Angstenberger fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Magic Of Things.

Í fyrirlestrinum, sem er hluti af þriðjudagsfyrirlestraröðinni, fjallar Angstenberger um feril sinn sem myndlistarmaður og einstaka verk. Hann segir að í verkum sínum vinni hann mest með hluti sem hann finni, sem einhver hefur týnt, gleymt eða skilið eftir. „Þessir hlutir eru með spanskgrænu og eru jafnframt rispaðir, upplitaðir eða afskræmdir og verða þar með verðmætir fyrir mig. Þetta er fagurfræði ófullkomleikans sem skilur sig frá samhverfu, grófleika eða frávikum og einfaldleikanum,“ segir Angstenberger sem stundaði nám í Stuttgart og Hamburg. Hann býr og starfar í Berlín.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA og Gilfélagsins. Aðgangur er ókeypis.