Fara í efni

Tilkynning frá skólameistara

Ágætu nemendur og forsjáraðilar

Búið er að birta auglýsingar um takmörkun á skólahaldi og samkomum á vef stjórnartíðinda.  

Hefðbundið skólastarf í háskólum og framhaldsskólum skal fellt niður um allt land.

Við stefnum á að halda áfram skólastarfi í fjarumhverfi á meðan þetta ástand varir og eins og aðstæður leyfa. Heimasíða skólans er upplýsingaveita hans sem og tölvupóstur. Hvet ykkur til að fylgjast með tölvupósti og Innu, moodle og öðrum samskiptakerfum skólans eftir því sem við á.

Nú sem endra nær bera nemendur ábyrgð á sínu námi. Þetta á við núna sem og áður.

Eftir helgina verður farið í að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi verklegt nám og nemendur fá upplýsingar þegar þær liggja fyrir. 

Stefnt er að því að útskrift fari fram 23. maí eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. 

Með kveðju - Benedikt Barðason 

Skólameistari VMA

 

Dear students and parents/legal guardians

www.stjornartidindi.is has published advertisements regarding restrictions on schooling and gatherings 

There will be no teaching in secondary schools and universities for the next four weeks, due to a nationwide ban on large gatherings.

We aim to continue teaching through various teaching environments such as Inna, Moodle, Google classroom etc. The school website www.vma.is is the main information resource as well as emails.

I urge you to monitor your emails and message boards in the teaching environments you are using in your courses as well as on other information platforms that the school uses.

Students are reminded that they are responsible for their learning. This applies now as well as before.

After the weekend the school will try to gather information as to how students will be able to attend to their vocational studies. Students will be informed as soon as possible.

Graduation is still set to be held 23rd May.

Kind regards 

Principal Benedikt Barðason