Fara í efni

Tilkynning frá skólameistara vegna lokunar á skólanum

Enn og aftur þurfum við að hugsa námið og kennsluna á þessu skólaári upp á nýtt. Það sem við vitum er að skólastarf innan veggja skólans fellur niður á morgun og föstudag, síðan tekur páskafrí við. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi mun miðast við tímabilið eftir páskafrí. Það sem við ákveðum núna gildir bara fyrir næstu tvo daga. 

  • Á morgun og föstudaginn eiga kennarar (bæði í bóklegu og verklegu námi) að hitta nemendur sína samkvæmt stundatöflu í gegnum fjarfund.  Nemendur “mæta” í tíma til að fá upplýsingar frá kennurum en engin eiginleg kennsla mun fara fram. Þar sem fyrirvarinn að lokuninni var mjög stuttur þá er mikilvægt að geta skilið við nemendur í eins lítilli óvissu og hægt er. Það er ekki hægt að ætlast til þess að kennarar né nemendur séu tilbúnir undir fjarkennslu/fjarnám þessa tvo daga en mikilvægt fyrir kennara að hafa samband við ykkur nemendur og gefa ykkur tækifæri til að spyrja og fá upplýsingar um námið í hverjum áfanga. 

  • Ekkert námsmat fer fram þessa tvo daga, þótt það hafi verið skipulagt þannig í námsáætlun. 

  • Þar sem við vitum lítið um framhaldið þá verða svör kennara til ykkar í samræmi við það, óvissan er mikil. Kannski þarf að endurskoða námsmat áfanga og kannski þarf að breyta námsáætlun og yfirferð á námsþáttum. Ef það verður fjarkennsla eftir páska þá hafið þið tækifæri núna til að segja við kennarana hvað ykkur finnst virka best í fjarkennslu og ítreka við kennara ykkar að þeir sendi ykkur skýrar leiðbeiningar. 

  • Foreldrar og forráðamenn nemenda á sérnámsbraut hafa fengið tölvupóst frá sviðsstjóra um að öll kennsla falli niður hjá þeim nemendum þessa tvo daga. 

  • Skólinn er lokaður. Ef nemendur þurfa að komast inn í skólann þessa tvo daga fyrir páskafrí þá þarf að hafa samband við skrifstofu skólans. Þetta á nær eingöngu við um það ef nemendur þurfa að komast í læstu skápana sína. Svarað verður í síma á skrifstofu skólans þessa daga á opnunartíma skrifstofu og hægt er að senda tölvupóst á netfangið vma@vma.is 

  • Nemendur eru hvattir til að hafa samband ef þá vantar upplýsingar. Hægt er að senda tölvupóst á kennara, umsjónarkennara, sviðsstjóra og náms- og starfsráðgjafa. Upplýsingar um netföng eru á heimasíðu skólans.  Ef þessi lokun verður lengri en páskafríið er mikilvægt að þið vitið að við erum hér fyrir ykkur. 

  • Upplýsingar um skipulagið eftir páskafrí verða birtar um leið og við höfum frekari upplýsingar. Sendur verður út tölvupóstur og allar upplýsingar verða jafnframt birtar hér á heimasíðu skólans. 

Gangi ykkur vel og nú sem aldrei fyrr setjum við kennarar, stjórnendur og starfsfólk VMA hagsmuni ykkar nemenda í forgang.   

Sigríður Huld, skólameistari VMA

 English version below

Once again, we need to rethink our school studies this school year.  

What we do know is that school activities within the school will be canceled tomorrow and Friday, after which the Easter holidays will begin.  What we decide now only applies for the next two days.

Tomorrow and Friday, teachers (both theoretical and practical) will meet their students according to their timetable through the web.  

Students should "show up" to class through the web to receive information from their teachers.  It is not possible to expect teachers or students to be ready for distance learning  for these two days, but it is important for teachers to contact their students and give them the opportunity to ask questions and get information about their studies. No formal assessments will take place during these two days.

Parents and guardians of students in special education have received an email from the head of department stating that all teaching will be canceled for those students during these two days.

If students need to enter the school during these two days before the Easter break, they need to contact the school office.  This only applies if students need to get into their lockers.  They can either call the school's office (4640300) during office hours or send an email to vma@vma.is

Please don't hesitate to contact the school if you need information by sending an email to your teacher, directors of studies or student counsellors.  

Information regarding your studies after the Easter holidays will be published as soon as we have more information through email and school website.

Sigríður Huld, principal VMA