Fara í efni

Tilbrigði við Venus

Eitt af myndverkunum um Venus.
Eitt af myndverkunum um Venus.

Í áfanganum Listum og menningu fá nemendur á listnáms- og hönnunarbraut sýn á fjölbreytta þætti er lúta að fagurfræðilegum og hugmyndalegum forsendum lista. Hluti af því að setja hlutina í samhengi er að horfa til baka og skyggnast inn í listasöguna.

Þessa dagana eru uppi á vegg á göngum VMA klippimyndir sem nemendur í þessum áfanga hafa gert. Verkefni nemendanna var að skoða söguna og var staldrað við annars vegar Venus frá Willendorf  og hins vegar Venus eftir Botticelli.

Venus frá Willendorf er ævaforn stytta sem fannst árið 1908 í Willendorf í Austurríki. Hún er varðveitt og til sýnis á listasafni í Vín í Austurríki.

Listaverk ítalska myndlistarmannsins Sandro Botticellis „The Birth of Venus“ var unnið á fimmtándu öld. Verkið markar djúp spor í listasögunni og allir nemendur sem læra listir kynna sér það.

Í þessum myndlistarverkefnum nemendanna í VMA var verkefnið að tvinna saman annars vegar hina frægu Venus frá Wallendorf og hins vegar Venus-myndverk Botticellis.