Fara í efni

Þýskuþrautin 2022 í VMA þriðjudaginn 22. febrúar

Næstkomandi þriðjudag, 22. febrúar, efnir Félag þýskukennara á Íslandi til samkeppni meðal framhaldsskólanema undir yfirskriftinni „Þýskuþraut 2022“. VMA er einn þeirra skóla sem tekur þátt og verður þýskuþrautin lögð fyrir þá sem áhuga hafa í D 01 kl. 12.20 á þriðjudaginn.

Þýskuþrautin verður á tveimur þyngdarstigum. Veitt verða flott bókaverðlaun fyrir bæði þyngdarstig og einnig eiga verðlaunahafar á þyngdarstigi 2 möguleika á því að vinna sér inn tveggja vikna dvöl í Þýskalandi á komandi sumri. Í ferðinni verður skipulögð dagskrá og mikil upplifun fyrir þátttakendur.

En hver eru skilyrðin til þátttöku í „Þýskuþrautinni 2022“? Þátttakendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar, fæddir á árabilinu 1997-2006 og hafa lært þýsku í a.m.k. eina önn. Þá er áskilið að þátttakendur hafi ekki verið samfleytt í sex vikur í þýskumælandi landi en hafi fengið sína þýskukunnáttu úr skólanum.

Nánari upplýsingar um Þýskuþrautina veita þýskukennarar VMA; Anke Maria Steinke og Wolfgang Frosti Sahr.