Fara í efni

Þúsundasta útlán á Chroombook tölvu!

Hanna Þórey og Steven Kibira með tölvuna góðu.
Hanna Þórey og Steven Kibira með tölvuna góðu.

Mikilvægur hluti þjónustu bókasafns VMA við nemendur skólans er að lána þeim Chromebook tölvur. Af ýmsum ástæðum hafa sumir nemendur ekki aðgang að tölvum og því er þessi þjónusta bókasafnsins þeim mikilvæg – og tölvurnar eru mjög mikið notaðar

Útlánin á tölvunum eru að sjálfsögðu skráð vel og vandlega, rétt eins og útlán bókanna, og því er auðvelt að sjá hversu oft tölvurnar hafa verið lánaðar út. Í gær, fimmtudag, vildi svo til að ein af tölvunum var lánuð út í eitt þúsundasta skipti og vel fór á því að Steven Kibira, dyggur notandi Chromebook tölvanna og vildarvinur Hönnu og Hildar á bókasafninu, fékk umrædda tölvu að láni. Samkvæmt bókhaldi safnsins hefur tölvan verið lánuð út síðan 2017.

Bókasafnið hefur til útláns 13 Chromebook tölvur og þær eru einungis lánaðar til notkunar í skólanum, nemendur koma einfaldlega á safnið og fá lánaða tölvur og skila þeim síðan aftur að lokinni notkun. Þetta fyrirkomulag gengur almennt mjög vel og nemendur eru skilvísir.

Bókasafnið er einnig með allskyns annan tæknibúnað fyrir nemendur, t.d. heyrnartól, hleðslutæki fyrir síma, myndavél o.fl. – fyrir svo utan allan bókakostinn!