Fara í efni

Þrjú fagfélög í málmiðnaði gefa nemendum heilgalla

Nokkrir grunndeildarnemanna í nýju göllunum.
Nokkrir grunndeildarnemanna í nýju göllunum.

Í vikunni fengu nemendur í grunndeild málm- og véltæknigreina í VMA að gjöf heilgalla sem þeir nota í verklegum kennslustundum í VMA. Að gjöfinni standa Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT).

Jóhann Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri segir ánægjulegt að geta stutt við starf málmiðnbrautar VMA og nemendur hennar með þessum hætti. Það sé sameiginlegt hagsmunamál allra hlutaðeigandi félaga að efla og styðja við nám í greininni og stuðla að fjölgun fagmenntaðs fólks í málmiðnaði. „Það er einfaldlega svo að þörfin fyrir fagmenntað fólk er gríðarlega mikil og með þessari gjöf viljum við sýna nemendum í greininni áhuga og virðingu og styðja þá í náminu. Við höfum áður tekið höndum saman og styrkt nemendur með þessum hætti og viljum halda áfram á þeirri braut,“ segir Jóhann.

Jóhann bendir á að í málmiðnaði eins og mörgum öðrum iðngreinum hafi orðið miklar breytingar á liðnum árum samfara tækniþróun og stafrænum lausnum. Þetta þýði að störfin í greininni séu alltaf að verða fjölbreyttari. Rétt sé líka að hafa í huga að störf í málmiðnaði séu almennt ágætlega launuð. Þá megi ekki gleyma því að nemendur sem ljúki stúdentsprófi til viðbótar við nám í málmiðnaði standi vel að vígi gagnvart áframhaldandi tækninámi, kjósi nemendur að halda áfram á menntabrautinni.

Þessar myndir voru teknar í vikunni þegar nemendur í grunndeild málmiðna í VMA mátuðu heilgallana.

Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Félagi iðn- og tæknigreina sendir VMA hlýjar kveðjur og þakkar rausnarlegan stuðning við starf málmiðnbrautar skólans og nemenda hennar.