Fara í efni

Þrívíð myndsköpun

Einn af skúlptúrunum sem nemendur á listnáms- og hönnunarbraut unnu í kennslustund í skúlptúraáfanga…
Einn af skúlptúrunum sem nemendur á listnáms- og hönnunarbraut unnu í kennslustund í skúlptúraáfanganum.

Skúlptúrar - myndsköpun í þrívídd - er eitt form myndsköpunar og geta þrívíð verk verið af ýmsum toga, allt eftir því á hvaða hátt sköpunarkrafturinn tekur völdin. Helga Björg Jónasardóttir og Arna Valsdóttir eru núna á haustönn með áfanga á listnáms- og hönnunarbraut þar sem þær kenna nemendum að takast á við þrívíða myndsköpun.

Á dögunum unnu nemendur verkefni í kennslustund hjá Örnu Valsdóttur sem fólst í því að nýta allt lauslegt í kringum þá í kennslustofunni - sem telja mætti drasl - og setja saman í skúlptúra af ýmsum toga. Markmiðið var að vinna hratt og örugglega og leyfa sköpuninni að flæða án of mikillar umhugsunar. 

Útkoman, sem hefur verið til sýnis á aðalgangi skólans, var sannarlega fjölbreytt og skemmtileg eins og hér má sjá.