Fara í efni  

Ţriđjudagsfyrirlestur Tuma Magnússonar

Ţriđjudagsfyrirlestur Tuma Magnússonar
Tumi Magnússon myndlistarmađur.

Tumi Magnússon myndlistarmađur heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu í dag, ţriđjudaginn 5. febrúar kl. 17:00-17:30, undir yfirskriftinni Nokkur verk frá síđustu tuttugu árum. Tumi mun fjalla um bakgrunn og tilurđ nokkurra verka sinna frá síđustu tveimur áratugum sem unnin voru međ ólíkum miđlum.

Tumi Magnússon stundađi nám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands og AKI í Enschede, Hollandi. Í upphafi ferilsins notađi hann fundna hluti, ljósmyndir, teikningar og 8 mm kvikmyndir í verk sín. Ţetta leiddi hann til ţess ađ mála verk í hlutbundnum stíl í byrjun 9. áratugarins. Á tíunda áratugnum ţróađist vinnan meira í átt ađ hugmyndalegu málverki og málverkainnsetningum heldur en málverki í hefđbundnum skilningi. Í lok áratugarins var vinna međ tíma og rými orđin eitt ađalviđfangsefni verkanna. Tumi hefur haldiđ ţessum rannsóknum áfram eftir aldamótin, í formi innsetninga, ljósmyndaverka, og vídeó-/hljóđinnsetninga ţar sem mynd og/eđa hljóđ er sett fram sem rýmisviđburđur. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir í Ketilhúsinu eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.

Ókeypis er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00