Fara í efni

Þriðjudagsfyrirlestur Jóns Gunnars Þórðarsonar

Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri.
Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri.

Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 28. október, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hann nefnir Rannsóknarvinna leikstjórans. Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra Þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í vetur í Ketilhúsinu á vegum Listasafnsins á Akureyri, VMA, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Í fyrirlestri sínum fjallar Jón Gunnar um rannsóknarvinnuna að baki þremur sýningum sem hann hefur sett upp; Lilju,Djáknanum og Makbeð. Vinnan fólst m.a. í rannsókn á óhugnanlegum heimi mansals, leitinni að djáknanum og þeirri spurningu hvort hægt sé að rekja ættir Akureyringa til skoska konungsins Makbeð.

Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Center í London árið 2006. Hann hefur unnið sem atvinnuleikstjóri á Íslandi, í Englandi og Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Þessa dagana er á fjölum Rýmisins sýning Yggdrasils, leikfélags VMA, á 101 Reykjavík í leikstjórn Jóns Gunnars.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.