Fara í efni

Fimm þreyttu sveinspróf í vélvirkjun

Þátttakendur í sveinsprófinu og Árni Árnason t.v.
Þátttakendur í sveinsprófinu og Árni Árnason t.v.

Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun í húsnæði málmiðnbrautar VMA. Fimm þreyttu prófið að þessu sinni og hafa flestir þeirra numið vélvirkjun í VMA. Fulltrúi Iðunar fræðsluseturs og prófdómari var Árni Árnason (lengst til vinstri á meðf. mynd).

Fyrsti hluti prófsins, sem var sl. föstudag, var skriflegur en seinni tvo dagana var verklegi hluti sveinprófsins. Verklegi hlutinn skiptist í smíðaverkefni, bilanaleitarverkefni, slitmælingaverkefni og suðuverkefni. Við mat til einkunnar er hver þáttur metinn fyrir sig og þurfa próftakar að standast alla þætti prófsins. Það gildir einnig um frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið. Hér eru frekari upplýsingar um prófið.

Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina í VMA, kynnti próftökum vélbúnaðinn í VMA í upphafi prófsins. Hann gaf þeim einnig nýbakaðar vöfflur og tók þessar myndir.