Fara í efni

Þreyttu sveinspróf í málaraiðn

Vandvirkni í sveinsprófi.
Vandvirkni í sveinsprófi.
Frá því sl. haust hafa níu nemendur verið í lotunámi í málaraiðn hjá Snorra Guðvarðssyni málarameistara á Akureyri. Allir hafa nemendurnir unnið árum saman í sínu fagi en með raunfærnimati fengu þeir starfsreynslu sína viðurkennda til náms og sóttu síðan lotunám á liðnum vetri. Punkturinn yfir i-ið var síðan sveinspróf sem nemendur þreyttu í liðinni viku og var prófið síðan metið í dag af prófdómurum. 
Sveinsprófið var bæði bóklegt og verklegt. Verklegi hlutinn fólst m.a. í því að blanda liti, pensillakka hurð og gólflista, leturgerð og skreytingu. Þessar myndir voru teknar í gær á síðasta degi sveinsprófsins.