Fara í efni

Fimmtán lög í Sturtuhausnum annað kvöld - Jón Jónsson stígur á stokk

Það verður mikið um dýrðir í Gryfjunni annað kvöld
Það verður mikið um dýrðir í Gryfjunni annað kvöld

Það verður mikið um dýrðir annað kvöld, fimmtudagskvöldið 10. nóvember, þegar Sturtuhausinn – söngkeppni VMA verður í Gryfjunni kl. 20:00. Húsið verður opnað kl. 19:00.

Miðabókanir eru á heimasíðu Þórdunu, www.thorduna.is. Fyrir félaga í Þórdunu kostar miðinn 1.500 kr. en 2.500 kr. fyrir aðra. Greiða skal fyrir miðana við innganginn, gengið inn að austan.

Þrettán lög eru skráð til leiks í keppninni. Þriggja manna dómnefnd skipuð Ernu Hildi Gunnarsdóttur, kennara og söngkonu, Völu Eiríksdóttur, tónlistar- og útvarpskonu, og Oddi Bjarna Þorkelssyni, presti, sjónvarpsmanni, lagahöfundi og söngvara í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum, metur frammistöðu þátttakenda og tilkynnir um þrjú efstu sætin í keppninni.

Kynnar á Sturtuhausnum verða Sandra Hafsteinsdóttir og Mikael Jens Halldórsson.

Söngvarinn góðkunni Jón Jónsson verður með skemmtiatriði.

Eftirfarandi taka þátt í Sturtuhausnum 2022:

Þórir Nikulás Pálsson – Find Yourself / Great Good Fine
Aðalheiður Alex Ósk Kristjánsdóttir – Numb / Linkin Park
Alma Jahida Klörudóttir – When I was your man / Bruno Mars
Rannveig Lilja Ólafsdóttir – The Story / Brandi Carlile
Skúli Þór Sigurðarson – Kveðja / Bubbi Morthens
Sveinn Sigurbjarnarson – Skinny / Kaleo
Óríon Muninn M. Bjarkason – Chasing Echoes / Poets of the Falls
Aron Freyr Ívarsson - As the World caves in / Matt Maltese
Sigrún Dalrós Eiríksdóttir – Dog Days are over / Florence + The Machine
Hafdís Inga Kristjánsdóttir – Never enough / Loren Allred
Brynja Rán Eiðsdóttir – Back to Black / Amy Winhouse
Rannveig og Þórunn Helgadætur – The Rose / Bette Midler
Svavar Máni Geislason – Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson
Aþena Marey Ingimarsdóttir – Remember why you fell in love / Natalie Madigan
Mahaut Matharel og PBS – Hopelessly devoted to You / Olivia Newton John

Í sumum lögunum er undirspil af bandi en í öðrum er sungið við lifandi undirspil hljómsveitar, skipuð topp hljóðfæraleikurum. Það er því mikið lagt upp úr allri umgjörð, sem fyrr, í Sturtuhausnum, og eru því allir hvattir til að mæta annað kvöld í Gryfjuna.

Æft hefur verið í Gryfjunni í vikunni. Þessar myndir voru teknar á æfingu sl. mánudag.