Fara í efni

Þórduna selur skólapeysur til styrktar minningarsjóð Bryndísar Klöru

Nemendafélagið Þórduna hefur sett af stað sölu á VMA skólapeysum. Í ár er sérstök áhersla lögð á bleiku peysurnar, þar sem allur ágóði af sölu þeirra rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Að auki eru í boði bæði gráar og bláar peysur í fjölbreyttum stærðum.

„Mér fannst mikilvægt að við í VMA tækjum þátt í að styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru og vekja um leið athygli á honum. Það er rúmt ár liðið frá þessum hörmulega atburði og þegar ég sá bleika litinn sem var í boði, hugsaði ég að það væri fallegt að styrkja þennan sjóð,“ segir Hulda Þórey Halldórsdóttir, formaður Þórdunu

Forsala á peysunum er þegar hafin og gengið ótrúlega vel. Stjórn Þórdunu munu taka við pöntunum í hádegisfrímínútum í dag og á morgun. 
Einnig verður hægt að panta peysur HÉR

Verðlisti:

  • Hettupeysa – 6.300 kr.

  • Háskólapeysa – 5.500 kr.

  • Litir: bleik, blá og grá

  • Stærðir: XS–3XL (bleik/blá), XS–5XL (grá)

Nemendafélagið hvetur öll til að tryggja sér peysu sem fyrst og sýna þannig bæði samstöðu og stuðning við góðan málstað.