Fara í efni

Þjóðháttasöfnun um framhaldsskólasiði

Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum á vegum Þjóðminjasafn Íslands. Skólinn hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að söfnun þessi megi fara fram innan sinna vébanda. Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum á vegum Þjóðminjasafn Íslands. Skólinn hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að söfnun þessi megi fara fram innan sinna vébanda.

Tilgangur söfnunarinnar er að kynnast þeirri menningu sem ríkir meðal nemenda, og er hún jafnframt hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðallega er spurt um eigin reynslu nemenda og verða öll svör ópersónugreinanleg.

Þetta er alfarið rafræn upplýsingasöfnun þar sem svarað er með tölvupósti, en eingöngu er leitað til 18 ára nemenda og eldri. Allar nánari upplýsingar um söfnunina eru veittar í síma 5302273 og ennfremur er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið agust@thjodminjasafn.is.

Skólinn hvetur nemendur til að taka þátt í söfnuninni og stuðla þannig að því að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum. Frásagnir nemenda verða með tíð og tíma ómetanlegar heimildir um lífið í skólanum.
Þjóðminjasafnið hefur safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám í meira en hálfa öld. Svörin eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar og hafa flest þeirra verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn. 

Mynd er