Fara efni  

etta er trlega spennandi

etta er trlega spennandi
Jhannes, Dagn Hrund og Hjalti Jn.

„Þetta er bara ótrúlega spennandi. Ég fer til Noregs á mánudaginn og mun síðan fyrstu vikuna í september byrja í verknáminu,“ segir Dagný Hrund Björnsdóttir, hársnyrtinemi í VMA, en hún mun starfa á námssamningi næsta hálfa annað árið á hársnyrtistofunni Betty Boop í Þrándheimi í Noregi.  Mikilvægur þáttur í að gera Dagnýju Hrund kleift að taka námssamninginn í Þrándheimi  er styrkur sem hún fékk frá VMA.

Hér á heimasíðunni var sagt frá því sl. vor að fjórir kennarar úr VMA hefðu farið til Þrándheims til þess að kynna sér ýmsa möguleika í eflingu samstarfs VMA og fjölgreinaskólans Charlottenlund þar í borg en hann er um margt líkur VMA. Meðal þeirra möguleika sem komu upp á borðið var að nemendur á hársnyrtibraut gætu farið á námssamninga á hársnyrtistofu í Þrándheimi.  Harpa Birgisdóttir, brautarstjóri hársnyrtibrautar VMA, og tveir nemendur, annar þeirra er áðurnefnd Dagný Hrund, fóru síðan til Þrándheims til þess að kynna sér aðstæður betur og þetta leiddi til þess að Dagný Hrund er nú að hefja námssamning sinn í Þrándheimi.  Hún hefur nú þegar lokið skólahluta námsins í VMA, að einni önn undanskilinni, og gerir hún ráð fyrir að taka hana að námssamningnum loknum eftir um eitt og hálft ár.

Dagný Hrund verður í Þrándheimi ásamt sambýlismanni sínum og hálfs annars árs gömlu barni þeirra. „Ég er uppalin í Svíþjóð og því er tungumálið engin fyrirstaða fyrir mig. Þarf bara að laga sænskuna aðeins að norskunni,“ sagði hún.

Síðastliðið vor fékk VMA styrk úr Erasmus Plus að upphæð um 136.000 Evrur eða sem næst 20 milljónir króna og skal styrknum varið til þess að senda starfsmenn í kynnisferðir og nemendur í verknám í ýmsum greinum og ýmsum löndum.  Dagný Hrund fær hluta af þessum Erasmus Plus fjármunum vegna starfsnámsins í Þrándheimi og er hún fyrsti nemandinn sem fær úthlutað af þessum styrk.  Annar styrkur verður notaður til að senda enskukennara á námskeið um enskukennslu fyrir starfsgreinar.

Jóhannes Árnason, sem annast erlend samskipti VMA, segir að þessi Erasmus Plus styrkur veiti tækifæri til að senda nema og starfsmenn úr ýmsum greinum og vonast sé til að þetta opni ný tækifæri og verði til þess að nemendur og aðstandendur sjái verknám í öðru ljósi.  „Þá má segja að verknám sé að mörgu leyti meira alþjóðlegt en bóknám því vinnubrögð og verkleg hæfni er sú sama í flestum löndum þótt tungumálið sé annað.  Enda sjáum við að iðnaðarmenn og það fólk sem býr að starfsnámi á háskólastigi svo sem hjúkrunarfræðingar hafa nær ótakmarkaða starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.  Það er líka líklegt að nemi sem lýkur hluta af sínu verknámi í útlöndum hafi fjölbreyttari reynslu en sá sem eingöngu er í verknámi á einum stað eða fáum stöðum á Íslandi.  Að sjálfsögðu snýst námið og þjálfunin samt alltaf um að þroska og þjálfa góð vinnubrögð og skila nemum hæfum fyrir atvinnnu af mörgu tagi.“ segir Jóhannes.

Dagný Hrund segir að styrkurinn frá VMA hafi auðveldað mjög að hún hafi ákveðið að stíga þetta skref og hún sé afar þakklát fyrir þennan fjárstuðning og að fá þetta tækifæri.

Áður hefur VMA sent nemendur í sjúkraliðanámi í verknám til Danmerkur og Finnlands, síðast sl. vetur, með góðum árangri.

Á meðfylgjandi mynd er Dagný Hrund Björnsdóttir með Jóhannesi Árnasyni og Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara.

 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.