Fara í efni

Þemavika í VMA í næstu viku

Þemavika verður í VMA dagana 1.-5. nóvember.
Þemavika verður í VMA dagana 1.-5. nóvember.

Í næstu viku verður þemavika í VMA sem ber yfirskriftina Jafnrétti og kynheilbrigði. Á ýmsan hátt, í máli og myndum, verður sjónum beint að þessum málaflokki.

Eins og kom fram hér á heimasíðunni í gær verður meðal dagskrárliða frumsýning á stuttverkinu Djúpið, sem Erla Björk Hróadóttir, formaður Leikfélags VMA og nemandi í rafeindavirkjun, hefur skrifað og leikstýrir. Í verkinu er fjallað um alvarleg áhrif andlegs ofbeldissambands.

Dagskrá þemavikunnar mun birtast hér á heimasíðunni nk. mánudag, 1. nóvember.