Fara í efni  

Textílnemendur og -kennarar frá VMA á leiđ til Ţrándheims

Textílnemendur og -kennarar frá VMA á leiđ til Ţrándheims
Nemendur og kennarar VMA á leiđ til Ţrándheims.
Nćstkomandi sunnudag fara sex textílnemendur á ţriđja og fjórđa ári á listnámsbraut ásamt kennurunum Sólveigu Ţóru Jónsdóttur og Sveinu Björk Jóhannesdóttur til Ţrándheims í Noregi ţar sem hópurinn mun kynna sér sambćrilegt nám í framhaldsskólanum Charlottenlund ţar í borg. Mjög gott samstarf hefur myndast á milli VMA og Charlottenlund undanfarin ár og hafa bćđi nemendur og kennarar frá báđum skólum skipst á heimsóknum.
Ferđin er styrkt af Erasmus og Nordplus og duga styrkirnir til ţess ađ greiđa fyrir bćđi flug og gistingu í Ţrándheimi.
Hópsins bíđur spennandi vika ţví búiđ er ađ skipuleggja skemmtilega dagskrá sem hefst strax á mánudagsmorgun. Nemendur og kennarar fara í skólann og taka ţar ţátt í skólastarfinu, sitja tíma og fylgjast međ hvernig kennslunni er háttađ. Einnig eru á dagskránni heimsóknir í textílvinnustofur í Ţrándheimi. Hópurinn er síđan vćntanlegur heim ađ rúmri viku liđinni, föstudaginn 23. september.
 
Sólveig Ţóra Jónsdóttir segir eftirvćntingu í hópnum, enda áhugavert ađ kynnast ţví hvernig textílkennslunni sé háttađ í Noregi. Bćđi verđi ferđin án efa lćrdómsrík fyrir nemendur og kennara. "Charlottenlund og VMA eru um margt líkir. Báđir skólar eru međ bćđi bóknáms- og verknámsdeildir og stćrđ ţeirra ekki ósvipuđ. Ţetta er fyrst og fremst frábćrt tćkifćri fyrir nemendur ađ kynnast einhverju nýju í sínu fagi og ég bind miklar vonir viđ ađ ţađ samstarf sem ţegar er komiđ á milli skólanna geti haldiđ áfram. Raunar eru textílnemendur og -kennarar frá Charlottenlund vćntanlegir í heimsókn til okkar í VMA í nóvember," segir Sólveig Ţóra.

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00