Fara í efni

Teiknuðu jafnréttis- og mannréttindafrömuði

Nelson Mandela, fyrrv. forseti Suður-Afríku.
Nelson Mandela, fyrrv. forseti Suður-Afríku.

Í tilefni af jafnréttis- og mannréttindaviku í VMA nýverið fóru nemendur á fyrsta ári á listnámsbraut í listsköpun. Þeir teiknuðu andlit þekktra mannréttinda- og jafnréttisfrömuða, bæði innlendra og erlendra, og gerðu viðfangsefninu skil á annan hátt.

Véronique Anne Germaine Legros, brautarstjóri myndlistargreina á listnámsbraut VMA, segir að þetta jafnréttis- og mannréttindaverkefni hafi verið allrar athygli vert. Auk þess að vera góð þjálfun í listsköpuninni sjálfri hafi nemendur fræðst vel um viðkomandi einstaklinga, suma hafi nemendur kannast vel við en aðra síður.

Listköpunin var af öllum toga. Hér má sjá ýmar skemmtilegar myndir og síðan glímdu margir nemendur við að teikna þekkta einstaklinga; baráttukonurnar Vigdísi Finnbogadóttur og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, Nelson Mandela, fyrsta lýðræðiskjörna forsetann í Suður-Afríku, Mahatma Gandhi, sjálfstæðishetju Indverja, Pussy Riot, rússnesku hljómsveitina sem deildi hart á Pútín Rússlandsforseta og mátti gjalda fyrir með fangelsisvist, blökkumannaleiðtogann Martin Luther King og Júróvisjónsöngkonuna Conchitu Wurst.