Fara í efni  

Teiknađi mynd og orti ljóđ á skyndiprófi í líffrćđi

Teiknađi mynd og orti ljóđ á skyndiprófi í líffrćđi
Séra Oddur Bjarni Ţorkelsson.

Ţađ var ekki beint í kortunum hjá Oddi Bjarna Ţorkelssyni ţegar hann var nemi á viđskipta- og hagfrćđibraut VMA forđum daga ađ átján árum síđar yrđi hann skipađur af biskupi Íslands í embćtti prests í Dalvíkurprestakalli. En sú varđ raunin og séra Oddur Bjarni býr nú á Möđruvöllum í Hörgárdal og ţjónar ásamt séra Magnús G. Gunnarssyni í Hörgársveit, Dalvíkurbyggđ, Hrísey og Grímsey. Og hann kann ţví vel ađ vera ţjónandi prestur.

Oddur Bjarni er Ađaldćlingur, frá bćnum Hvoli. Eđlilegt skref var ađ fara í Framhaldsskólann á Laugum en eftir tvö ár ţar hafđi hann í huga ađ fara á fjölmiđlabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiđholti. En vegna ţess ađ Oddur Bjarni ţekkti ekki nokkra sálu á höfuđborgarsvćđinu á ţessum tíma gugnađi hann á ţessum búferlaflutningum milli landshluta og fór til Akureyrar í VMA. Ţrátt fyrir ađ hafa engan veginn ćtlađ sér ađ verđa bissnesmađur fór Oddur Bjarni ţó á viđskipta- og hagfrćđibraut. Hann rifjar upp ađ hann hafi ekkert síđur hellt sér í félagslífiđ, fyrst og fremst leiklistina, og var hann formađur Leikfélags VMA um tíma. Ţađ er Oddi Bjarna sem öflugum manni í félagslífi VMA á árum áđur ţví fagnađarefni ađ ţeim fjármunum sem safnast í ţví átaki sem Hollvinasamtök VMA standa nú fyrir verđi variđ til tćkja- og búnađarkaupa fyrir nemendur skólans, en ćtlunin er ađ kaupa búnađ í eina kennslustofu ţar sem sett verđur upp “bíóstofa” međ öflugum skjávarpa, hljóđkerfi og stóru sýningartjaldi.

„Ég útskrifađist sem stúdent frá VMA voriđ 1992. Ţetta var ţroskandi og skemmtilegur tími og ţađ er mér margt eftirminnilegt úr bćđi náminu og félagslífinu. Hvorki stćrđfrćđi né líffrćđi voru ofarlega á vinsćldalistanum hjá mér og ég minnist ţess ađ Jóhannes Árnason, líffrćđikennarinn minn, lagđi einu sinni fyrir okkur skyndipróf, sem ég vissi ekki af og kom mér ţví í opna skjöldu. Stađreyndin var sú ađ ég kunni ekkert í námsefninu og ţví gat ég ekki svarađ einni einustu spurningu á prófinu. Í stađinn teiknađi ég mynd á prófblađiđ og orti ljóđ til Jóhannesar. Honum var greinilega umhugađ um velferđ mína ţví hann kom til mín í kjölfariđ á prófinu og spurđi mig hvort vćri ekki allt í lagi međ mig!“

Í kjölfariđ á brautskráningu frá VMA ćtlađi Oddur Bjarni í leiklistarnám en komst ekki inn í Leiklistarskólann. Í stađinn fór hann í nám í leikstjórn til Bristol í Englandi og starfađi ađ ţví loknu viđ leikstjórn, ásamt ýmsu öđru. En áriđ 2007 ákvađ hann ađ skipta um gír og innrita sig í guđfrćđi. Hann vildi prófa guđfrćđina í eina önn og sjá hvort námiđ vćri eitthvađ fyrir sig, sem reyndist síđan vera tilfelliđ. „Mér fannst ţetta strax frábćrlega gaman og tók fljótlega stefnuna á ađ taka vígslu og starfa sem prestur. Og mér líkar ţetta starf afar vel. Allt sem ég hef áđur gert í lífinu nýtist mér vel í preststarfinu,“ segir Oddur Bjarni. Auk preststarfsins hefur leiklistin síđur en svo yfirgefiđ hann og einnig er hann sem fyrr virkur í hinni vinsćlu níu manna hljómsveit Ljótu hálfvitunum, sem hefur nú starfađ í áratug.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00