Fara í efni  

Tal og tónar frá Alaska í Gryfjunni

Tal og tónar frá Alaska í Gryfjunni
Gryfjan var ţéttsetin í gćr.
Byron Nicholai, tvítugur piltur frá Alaska, heimsótti VMA í gćr og sagđi frá sér og samfélaginu í suđvesturhluta Alaska. Einnig flutti hann tónlist, bćđi ćvaforn og ţjóđleg stef frá Alaska og einnig lög sem hann hefur fćrt í sinn eigin búning. Bryan vakti verđskuldađa athygli áhorfenda í Gryfjunni og hún var ţéttsetin á međan á fyrirlestrinum stóđ.
 
Alaska er eitt af ríkjum Bandaríkjanna og jafnframt ţađ víđfeđmasta, 1,7 milljónir ferkílómetrar. Til samanburđar er Ísland rösklega eitthundrađ ţúsund ferkílómetrar. Í Alaska búa um 730 ţúsund manns og ţví lćtur nćrri ađ ţar búi um helmingi fleiri en á Íslandi. Á stórum svćđum í Alaska er ekki búiđ, enda norđursvćđin köld og erfiđ til búsetu. Bróđurpartur fólksins talar ensku en einnig eru fjölmörg önnur tungumál töluđ í Alaska og mikil hćtta er á ţví ađ mörg ţeirra muni deyja út. Byron Nicholai fćddist viđ Toksook flóa, sem er ekki svo fjarri Bethel, ţar sem hann býr núna. Hans móđurmál er Yup'ik - tungumál sem gćti hćglega glatast međ tíđ og tíma ef ekki er lögđ áhersla á ađ varđveita ţađ. Á varđveislu menningararfsins vill Byron leggja áherslu og ţess vegna hefur hann unniđ ađ ţví ađ kynna menningu síns fólks, segja frá lífinu í sínu heimalandi og kynna tónlistina. 
 
Byron lauk framhaldsskóla fyrir ţremur árum og hefur síđan unniđ ađ eigin tónlistarsköpun og ađ kynna menningu og tónlist landa sinna í Alaska. Í framtíđinni segist hann hafa mikinn áhuga ţví ađ mennta sig frekar í tónlist í háskóla í Anchorage, höfuđborginni í Alaska. Byron leggur ríka áherslu á gamla menningu og hefđir fólksins í sínu heimalandi en hann leggur líka mikiđ upp úr ţví vinna nýja tónlist sem höfđar til unga fólksins međ ţví ađ nýta gamla tónlistararfleifđ frá Alaska. Eitt af ţeim lögum sem hann flutti í Gryfjunni var hip-hop útgáfa hans af gömlu stefi frá Alaska.
 
Byron mun m.a. koma fram í kvöld í móttöku á Arctic Circle ráđstefnunni sem nú stendur yfir í Reykjavík og einnig flytur hann dagskrá á morgun, föstudag, ţar sem tónlistin verđur í öndvegi, í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur.

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00