Fara í efni

Taka sveinspróf í VMA

Þessir kappar glíma við sveinspróf í stálsmíði.
Þessir kappar glíma við sveinspróf í stálsmíði.
Þessa dagana eru samtímis haldin sveinspróf í stálsmíði og byggingagreinum í VMA og Iðnskólanum í Hafnarfirði. Prófið er bæði verklegt og skriflegt.

Þessa dagana eru samtímis haldin sveinspróf í stálsmíði og byggingagreinum í VMA og Iðnskólanum í Hafnarfirði. Prófið er bæði verklegt og skriflegt.

Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina í VMA, segir afar ánægjulegt hversu margir séu nú að þreyta sveinspróf í stálsmíði, í marga áratugi hafi þeir ekki verið svo margir. Þessi fjöldi sé til marks um þá upprisu sem hafi orðið á undanförnum árum í málmiðnaði hér á landi eftir mikla og djúpa lægð.
Sveinsprófinu í stálsmíði er skipt upp í fjóra þætti: Skriflegt próf, smíðaverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið. Hver þáttur er metinn sérstaklega og þarf próftaki að standast í öllum þáttum prófsins til að ljúka sveinsprófinu. Falli próftaki í einhverjum þætti prófsins þarf hann eingöngu að taka upp þann þátt aftur.

Sveinsprófin í VMA hófust í gær og þeim lýkur á morgun, föstudag.