Fara í efni  

Tćkni og fjórđa iđnbyltingin - Ţemavika í VMA

Vikuna 12. -16. mars er ţemavika í VMA tileinkuđ tćkni og fjórđu iđnbyltingunni. Hér má sjá dagatal međ ýmsum viđburđum í vikunni. Nemendur og kennarar geta komiđ viđ í opnum kennslustundum eđa á kynningar og fyrirlestra. Eins munu kennarar fjalla um tćkni og fjórđu iđnbyltinguna í kennslustundum í áföngum. Ekki er gert ráđ fyrir ađ felld sé niđur kennsla ţessa viku vegna ţemadaganna. 

Fjórđa iđnbyltingin svokallađa breytir lífsháttum okkar og störfum og ţađ er grundvallaratriđi ađ menntakerfiđ sé í stakk búiđ til ţess ađ undirbúa nýjar kynslóđir fyrir ţessar miklu breytingar. Lilja Alfređsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra hefur lagt mikla áherslu á tćkni og hlutverk framhaldsskólanna hvađ varđar ţađ ađ undirbúa nemendur undir breytt atvinnulíf og samfélag ţar sem tćknin er síbreytileg.  Í ávarpi sínu á fundi Félags atvinnurekenda í byrjun febrúar s.l. kom mennta- og menningarmálaráđherra víđa viđ, m.a. rćddi hún ţá grunnfćrni sem ţarf ađ vera til stađar í menntakerfinu og mikilvćgi samspils menntunar og atvinnulífs. Hún sagđi: „Viđ sem störfum ađ menntamálum gerum okkur fulla grein fyrir ţví ađ menntakerfiđ stendur frammi fyrir erfiđum spurningum og úrlausnarefnum. Hvađa hćfni mun atvinnulífiđ sćkjast eftir á nćstu fimm til tíu árum? Er hćgt ađ skilgreina betur grunnfćrni sem allir ţurfa ađ tileinka sér? Skólastarf ţarf ađ undirbúa nemendur undir líf og starf í síbreytilegu hátćknisamfélagi.“

Ţemavikan í VMA er ein leiđ til ađ efla umrćđu um tćkni í störfum okkar og í námi nemenda viđ skólann. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00