Fara í efni

Sýningum á Lísu frestað til 25. og 26. mars vegna kóvidsmita

Sýningum hefur verið frestað um hálfan mánuð.
Sýningum hefur verið frestað um hálfan mánuð.

Leikfélag VMA hafði ákveðið tvær sýningar á Lísu í Undralandi um helgina, kl. 18 í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, kl. 15. Embla Björk Hróadóttir, formaður félagsins, segir að vegna kóvidsmita sem upp hafi komið í vikunni í leikhópnum sé ljóst að af sýningunum um helgina getur ekki orðið. Þær færist aftur um hálfan mánuð, þráðurinn verði að óbreyttu tekinn upp föstudaginn 25. og laugardaginn 26. mars.

Embla segir að tölvupóstur hafi verið sendur á þá sem höfðu þegar keypt miða á sýningarnar um helgina og þeim greint frá þessari óhjákvæmilegu frestun þeirra til 25. og 26. mars.