Fara í efni

Sýning á lokaverkefnum brautskráningarnema á starfs- og sérnámsbrautum

Carmen Ósk Erlendsdóttir sýndi einskonar hljóðgervil sem hún hannaði og útbjó. Eitt af mörgum skemmt…
Carmen Ósk Erlendsdóttir sýndi einskonar hljóðgervil sem hún hannaði og útbjó. Eitt af mörgum skemmtilegum lokaverkefnum á sýningunni í dag.

Í dag efndu brautskráningarnemar á starfs- og sérnámsbrautum skólans til sýningar á lokaverkefnum sínum og er óhætt að segja að fjölbreytnin hafi verið í fyrirrúmi, t.d. litabók, tölvuleikir, sérhannað borðspil, söngleikjamyndband o.fl. Sýning nemendanna var lokapunktur skólagöngu nemendanna í VMA. Á morgun er síðasti kennsludagur og framundan er útskrift 24. maí og síðan tekur sumarið við. 

VMA þakkar þessum dugmiklu krökkum fyrir samveruna síðustu ár og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Þessar myndir voru teknar á lokaverkefnasýningunni í dag.