Fara í efni

Sýna skúlptúra í Gallery Glugg

Þessa dagana stendur yfir sýning í Gallery Glugg á ganginum í VMA þar sem til sýnis eru skúlptúrar sem nemendur í áfanganum MYNL2SK05 hafa unnið. Skúlptúrarnir eru innblásnir af verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Kennarar í áfanganum eru Helga Jónasardóttir og Arna Valsdóttir og að þessu sinni sýnir hluti nemendanna í áfanganum verk sín en síðan verður þessum verkum skipt út fyrir verk hinna nemendanna í áfanganum. Þegar verkin eru skoðun má glögglega þekkja nokkrar þekktar fyrirmyndir þeirra eftir Ásmund Sveinsson.