Fara í efni

Sveinspróf í vélvirkjun í VMA

Tíu þreyta sveinspróf í vélvirkjun að þessu sinni.
Tíu þreyta sveinspróf í vélvirkjun að þessu sinni.

Núna um helgina fer fram sveinspróf í vélvirkjun í húsnæði málmiðnaðarbrautar í VMA. Prófið hófst í gær og lýkur á morgun, sunnudag. Tíu þreyta sveinsprófið í VMA að þessu sinni og er því skipt upp í fjóra þætti: skriflegt próf, smíðaverkefni, vélapróf og suðuverkefni. Hver þáttur er metinn sérstaklega. Próftaki þarf að standast próf í öllum þáttum til að ljúka sveinsprófinu.

Vægi hvers prófþáttar er sem hér segir:  Smíði 45, frágangur og útlit 10%, slitmæling 10%, bilanaleit 10% og suða 25%.

Sérstök einkunn er gefin fyrir skriflega prófið og er þar prófað í vélum, lofti og vökvakerfum, frystikerfum, öryggisfræði, suðu og lóðningum, verkáætlunum og almennum spurningar.

Hér eru myndir sem Hörður Óskarsson brautarstjóri málmiðnaðarbrautar tók af þátttakendum í sveinsprófinu. Nokkrir próftaka hafa tekið nám sitt á málmiðnaðarbraut VMA.