Fara í efni

Sveinspróf í stálsmíði í VMA

Þrettán þreyta sveinsprófið í stálsmíði í VMA.
Þrettán þreyta sveinsprófið í stálsmíði í VMA.

Í dag, föstudag, lýkur þriggja daga sveinsprófi í stálsmíði í húsnæði málmiðnbrautar í VMA. Þrettán þreyta prófið, þar af hafa ellefu verið nemendur VMA.

Próftakarnir þrettán starfa hjá fimm fyrirtækjum: Fimm frá Stálsmiðjunni Útrás ehf., þrír frá Slippnum Akureyri ehf., þrír frá Hamri ehf., einn frá Suðulist – Ýli og einn frá Stálnausti ehf.

Hér eru upplýsingar frá Iðunni um sveinsprófið.

Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, tók þessar myndir af próftökum í sveinsprófinu.